Íslenskir lántakendur þurfa að borga sem nemur einni umframíbúð á ævinni vegna töku íbúðalána, að sögn Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Hann benti á það í umræðu um störf þingsins á Alþingi í dag umræðuna um verðtryggð og óverðtryggð lán oft ansi yfirborðskennd og skrumkennd. Hann rifjaði upp íslenskir íbúðarkaupendur borgi að meðaltali 2,5 íbúðir á lánstíma á meðan íbúar á evrusvæðinu borga 1,5 íbúð. Það ber sem sagt eina íbúð á lánstíma á milli íslenskra íbúðarkaupenda og þeirra á evrusvæðinu.

„Sem betur fer hafa neytendur í dag val um það hvort þeir taka verðtryggð eða óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum en það breytir ekki hinu að á meðan við búum við óbreytt fyrirkomulag gjaldmiðils og peningamála munu Íslendingar áfram greiða eina aukaíbúð á sínum lánstíma,“ sagði hann og varaði við því að þvinga alla til að taka óverðtryggð lán í stað verðtryggðra. Slíkt taldi hann þrengja mjög að kostum fólks með lágar tekjur almennt til að fá langtímalán.