Fólk víðsvegar að úr heiminum gerði tilboð í myndir og styttu af Kate Moss þegar það fór fram hjá Christies í gær. Á meðal þeirra sem gerðu tilboð voru einhverjir frá Íslandi og líka Rússlandi og Kína.

Ekki fylgir sögunni hvort Íslendingar hafi eignast einhver verk en hins vegar liggur fyrir að umboðsmaður Moss til langs tíma, Sarah Doukas, keypti tvö verk. Uppboðið fór fram á King Street í Mayfair. Flest boðin komu þó í gegnum síma, segir vefur tímaritsins Vogue.

Dýrasta verkið fór á 110 þúsund pund, eða 21 milljón króna. Það var bronssytta í fullri stærð af Moss.