*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 16. október 2014 10:17

Íslendingar byrjaðir að bóka sumarferðirnar

Ófáir íslenskir ferðalangar vilja ganga frá utanlandsferðum sínum með löngum fyrirvara.

Ritstjórn
250 farþegar hafa bókað sæti fyrir sólarlandaferðir næsta sumar hjá Nazar.

Norræna ferðaskrifstofan Nazar hefur fyrir þónokkru síðan hafið sölu á ferðum sínum frá Íslandi til Tyrklands næsta sumar og segir Kemal Yamanlar, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar, í samtali við Túrista að viðtökurnar hafi verið mjög góðar. Nú þegar séu 250 farþegar búnir að bóka ferðir næsta sumar, en til samanburðar fóru nærri 2.500 Íslendingar í ferðir félagsins síðasta sumar.

Kemal segir jafnframt að nær allir þeir sem þegar hafi bókað séu farþegar frá síðasta sumri og að fjölskyldufólk sé fyrst á ferðinni. Nazar starfar á öllum Norðurlöndunum og segir Kemal að hlutfallslega seljist fleiri ferðir hér á landi en í hinum löndunum. Forráðamenn félagsins stefna á að tvöfalda umsvif sín hér á landi næsta sumar og ætla að selja um 5.000 sólarlandaferðir.

Stikkorð: Sólarlandaferðir Nazar