Fyrr í mánuðinum var Íslandi bætt á lista rússneskra stjórnvalda yfir ríki sem sæta innflutningsbanni af þeirra hálfu. Þetta þýðir að Íslendingar geta ekki lengur flutt hinar ýmsu kjöt- og fiskiafurðir til Rússlands, en innflutningsbannið er hluti af mótvægisaðgerðum Rússa gegn viðskiptaþvingunum vesturlandanna.

Anton Vasiliev, sendiherra Rússlands á Íslandi, telur viðskiptaþvinganirnar á milli þjóðanna einungis vera tímabundið ástand sem hann vonar að leysist sem fyrst. Viðskiptablaðið settist niður með Vasiliev í sendiherrabústað hans og ræddi málin.

„Í fyrsta lagi vil ég segja að Rússland og Ísland eiga að baki 72 ára langt diplómatískt samband og vináttu og hafa jafnvel aðstoðað hvort annað í vandræðum. Við leggjum mikið upp úr þessu góða samstarfi og teljum að á heildina litið sé samband okkar mjög gott. Jafnvel þó við höfum afrekað mikið saman er eru enn margir möguleikar fyrir hendi. Nýliðnir atburðir breyta ekki þessu viðhorfi okkar, það er mikilvægt að það sé skýrt,“ segir Vasiliev og leggur mikla áherslu á að Rússar séu einungis að svara fyrir þær þvinganir sem þeir sjálfir voru beittir til að byrja með.

„Það voru Vesturveldin sem áttu fyrsta leik og því miður hefur Ísland ákveðið að taka þátt í þeim þvingunum og ég vona að sú ákvörðun hafi verið tekin að vel ígrunduðu máli og eftir langa íhugun um mögulegar afleiðingar.“

Nánar er rætt við Anton Vasiliev, sendiherra Rússlands, í Viðskiptablaðinu, sem verður með nýju útliti á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Fyrsti íslenski knattspyrnustjóraleikurinn kemur út á morgun.
  • Eygló Harðardóttir ætlar að endurskoða byggingarreglugerð og lækka byggingarkostnað.
  • Erlendir fjárfestar hafa trú á Íslandi, en sækja ekki bara í vaxtamuninn.
  • Bankarnir eru farnir að búa sig undir afléttingu hafta.
  • Tvöfalda þarf gistirými og gera skurk í samgöngumálum. Ráðherra vill einkafjármagn í vegakerfið.
  • Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, er í ítarlegu viðtali í blaðinu.
  • Box Island kennir krökkum að forrita
  • Svipmynd af Jóni L. Árnasyni, nýs framkvæmdastjóra Lísverks.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um Bjarta framtíð.
  • Óðinn fjallar um stjórnleysi.