Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í ræðu sinni á ráðstefnu OECD um varnir gegn spillingu og opinber heilindi sem hófst í París í gær að Íslendingar eigi sér langa sögu skattsvika.

Þetta kemur fram í útvarpsfréttum RÚV en þar segir að hún hafi meðal annars sagt að það hafi ekki verið fyrr en í hruninu árið 2008 sem heiðarleiki og varnir gegn spillingu hafi komist í hámæli pólítískrar umræðu á Íslandi.

„Íslendingar eiga sér langa sögu skattsvika sem rekja má allt aftur til landsnámsmanna sem ekki vildu greiða Haraldi Noregskonungi skatta,“ sagði Katrín meðal annars í ræðu sinni.