Eignarhaldsfélagið Fons, eigandi flugélaganna Iceland Express og Sterling í Danmörku, hefur náð samkomulagi við A.P.Möller ? Mærsk A/S um kaup á danska flugfélaginu Maersk Air A/S. Í vor keyptu þessir sömu íslensku aðilar lággjaldaflugfélagið Sterling Airways.

A.P. Møller-Mærsk er fyrst fremst þekkt fyrir rekstur risa-skipafélagsins Maersk. Félagið rekur einnig fragtflugfélagið Star Air A/S en það fylgir ekki með í kaupunum. Flugfloti Maersk Air fylgir ekki heldur með í kaupum en vélarnar verða leigðar til Íslendinganna á þurrleigusamningi til 6 ára.

Í tilkynningu frá A.P. Møller-Mærsk kemur fram að félagið telur að kaupunum á Maersk Air geti eigendur Sterling Air búið til sterkara félag til að kljást við samkeppni á markaðnum. Gerir A.P. Møller-Mærsk ráð fyrir að þessi flugfélög renni saman í eitt þegar fram líða stundir. Það kunni að leiða til fækkunar starfsfólks, einkum í stjórnunarstöðum.

Salan er háð samþykki danskra samkeppnisyfirvalda og er búist við að niðurstað liggi fyrir eftir 1 til 2 mánuði.