*

þriðjudagur, 31. mars 2020
Innlent 25. febrúar 2020 13:39

Íslendingar ekki svartsýnni í 6 ár

Væntingavísitala Gallup hefur ekki verið lægri frá því í nóvember 2013. Óróleiki á vinnumarkaði, vírus og minnkandi einkaneysla.

Ritstjórn
Íslendingar eru misbjartsýnir.
Aðsend mynd

Íslenskir neytendur hafa ekki mælst svartsýnni til stöðu og framtíðarhorfa í efnahags- og atvinnulífinu í 6 ár. Óróleiki á vinnumarkaði og COVID-19 veiran virðast spila þar stórt hlutverk.

Minnkandi væntingar benda til þess að draga muni úr einkaneysluvexti á komandi mánuðum að því er Íslandsbanki greinir frá upp úr Væntingavísitölu Gallup.

Vísitalan lækkaði um 20 stig í febrúarmánuði, og mælist hún nú 75,3 stig, og hefur hún ekki verið lægri í rúmlega 6 ár, eða frá því í nóvember 2013.

Nánar má lesa um niðurstöðurnar á vef Íslandsbanka.