Brottflutningar Íslendinga til annarra landa hefur verið umræddir á síðustu árum. Algengt er að flutningarnir séu raktir til bágs atvinnuástands hérlendis og atvinnuleysis sem jókst eftir bankahrun. Sú mynd af búferlaflutningum og búsetu Íslendinga í útlöndum verður seint kölluð uppörvandi.

Viðskiptablaðið fór á stúfana og leitaði uppi Íslendinga sem starfa erlendis, ýmist innan fjármálageirans, tæknigeirans eða hjá framleiðslufyrirtækjum. Eins og gefur að skilja verður slík upptalning aldrei tæmandi en getur gefið mynd af þeim fjölbreyttu störfum sem Íslendingar vinna að erlendis, oft í störfum sem ekki er að finna hérlendis. Umfjöllunina í heild er að finna í Áramótatímariti Viðskiptablaðsins.

Brynjólfur Stefánsson
Brynjólfur Stefánsson
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Brynjólfur Stefánsson
Fyrirtæki: Morgan Stanley
Borg: New York, Bandaríkjunum
Hefur starfað hjá Morgan Stanley bankanum í New York frá árinu 2006 eða frá því að hann lauk meistaranámi frá Columbia háskóla. Starfstitill er Vice President og vinnur við hrávöruviðskipti á olíu og rekur eina af afleiðubókum bankans á þeim markaði. Í því felst stöðutaka ásamt því að búa til markaði fyrir hönd bankans. Setur meðal annars fram kaup- og sölutilboð til viðskiptavina bankans sem hafa áhuga á þátttöku í olíuviðskiptum, hvort sem þeir hyggjast taka stöðu með framtíðarverði eða verja sig gagnvart sveiflum.