Brottflutningar Íslendinga til annarra landa hefur verið umræddir á síðustu árum. Algengt er að flutningarnir séu raktir til bágs atvinnuástands hérlendis og atvinnuleysis sem jókst eftir bankahrun. Sú mynd af búferlaflutningum og búsetu Íslendinga í útlöndum verður seint kölluð uppörvandi.

Viðskiptablaðið fór á stúfana og leitaði uppi Íslendinga sem starfa erlendis, ýmist innan fjármálageirans, tæknigeirans eða hjá framleiðslufyrirtækjum. Eins og gefur að skilja verður slík upptalning aldrei tæmandi en getur gefið mynd af þeim fjölbreyttu störfum sem Íslendingar vinna að erlendis, oft í störfum sem ekki er að finna hérlendis. Umfjöllunina í heild er að finna í Áramótatímariti Viðskiptablaðsins.

Kári Ragnarsson
Kári Ragnarsson
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Kári Ragnarsson
Fyrirtæki: Google
Borg: Chicago, Bandaríkjunum
Hóf störf hjá Google í útibúi fyrirtækisins í Chicago í september en vann áður við stærðfræðirannsóknir og kennslu. Teymið í Chicago heitir Data Liberation Front. Kári segir hugmyndina sem unnið er að vera einfalda en góða: Að gögn sem notendur hafa hlaðið upp til Google tilheyri notendunum en ekki fyrirtækinu. Þjónustan sem rekin er heitir Google Takeout og gerir notendum kleift að hlaða niður afritum af þeim gögnum sem Google hýsir fyrir þá. Starfið felst einkum í Java-forritun.