Sett hefur verið upp vefsíða, www.indefence.is þar sem ákvörðun breskra yfirvalda um að beita ákvæði hryðjuverkalaga gegn íslendingum er harðlega mótmælt.

„Gordon Brown beitti hryðjuverkavarnarlögum gegn Íslendingum á óréttmætan hátt til að þjóna pólitískum skammtímahagsmunum sínum,“ segir á forsíðu vefsins.

„Þetta hefur breytt grafalvarlegri stöðu í efnahagshrun, sem snertir fjölskyldur á Íslandi og á Bretlandseyjum.“

Á vefnum er einnig hvatt til undirskriftasöfnunar í þeim tilgangi að binda endi á diplómatískar erjur milli ríkisstjórna landanna.

Hér má sjá vefinn.