*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 9. júlí 2017 10:45

Íslendingar ferðast sem aldrei fyrr

Íslendingar voru sérstaklega ferðaglaðir í júní sem leið en þá innrituðu 62.234 sig í flug frá Keflavíkurflugvelli.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Íslendingar voru sérstaklega ferðaglaðir í júní sem leið en þá innrituðu 62.234 landsmenn sig í flug frá Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða met-mánuð, ef frá er talinn júnímánuður í fyrra þar sem þjóðin fjölmennti á Evrópukeppnina í Frakklandi, en þá flugu rúmlega 67.000 manns erlendis frá vellinum. Frá þessu er greint inn á vefnum turisti.is. 

Síðustu þrír mánuðir eru allir á lista yfir þau tímabil þar sem fjöldi ferða hefur verið mestur og ferðametin sem sett voru á árunum fyrir hrun falla nú eitt af öðru.

Á fyrri helmingi ársins flugu samanlagt um 290 þúsund íslenskir farþegar út í heim frá Keflavíkurflugvelli og hafa þeir aldrei verið fleiri. Spilar sterkt gengi krónunnar og mikið framboð á ferðum úr landi vafalítið stórt hlutverk í þróuninni.  

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is