Íslendingar eru fimmtu stærstu erlendur fjárfestarnir í lettneska bankageiranum, samkvæmt upplýsingum vikublaðsins Baltic Buisness Weekly.

Hlutdeild Íslendinganna nemur 10,5 milljónum lettneskra lata sem samsvarar 1,344 milljörðum íslenskra króna, en fjárfestingafélag Jóns Helga Guðmundssonar, Straumborg, fjárfesti fyrr á þessu ári í lettneska bankanum Lateko Banka.

Straumborg keypti einnig nýlega rússneska bankann Fineko Bank, en áætlað er að breyta nafninu í Norvik Bank. Fyrirtæki tengd Jóni Helga hafa verið með starfsemi í Lettlandi síðan 1993.

Eignarhlutur lettneskra félaga í lettneska bankageiranum hefur minnkað í 34% á fyrstu sex mánuðum ársins úr 41,4% í lok ársins 2005 og nemur heildarfjárfestingin 550 milljónum lata, segir í frétt Baltic Business Weekly.

Danskir fjárfestar hafa fjárfest mest erlendra aðila í lettneska bankageiranum, eða fyrir 50 milljónir lata, og Svíar hafa fjárfest fyrir 40 milljónir. Rússar hafa fjárfest fyrir 22 milljónir lata í lettneskum bönkum og Þjóðverjar fyrir 14 milljónir lata.