Í janúar og febrúar á þessu ári var 234 prósentustiga vöxtur í ferðum frá Íslandi til Asíu hjá Dohop miðað við sömu tvo mánuði árið 2016. Vinsælustu áfangastaðirnir í Asíu í árið 2016 samkvæmt tölfræði Dohop eru eftirfarandi; Balí, Bangkok, Tokyo og Manila.

Samkvæmt tölfræði bókunarvefsins er vaxandi áhugi almennt meðal Íslendinga til áfangastaða í Asíu en Bali og Bangkok skera sig þó úr. Sérstaklega er sprenging í ferðum til indónesísku eyjunnar, sem liggur átta gráðum suður af miðbaug.

Dohop gerir ráð fyrir því að vöxturinn eigi eftir að vera á svipuðum nótum það sem eftir lifir árs.