Íslenskir fjárfestar og fjármagnseigendur gætu átt talsverðra hagsmuna að gæta á Kýpur, að því er fram kemur í DV í dag. Í blaðinu er rifjað upp að þeir sem eigi innstæður upp á meira en 100 þúsund evur, jafnvirði 15,6 milljóna króna, í tveimur stærstu bönkum landsins, geti tapað allt að 60% af innstæðum sínum.

DV telur til að útgerðarfyrirtækið Samherji hafi í gegnum tíðina verið umsvifamest íslenska aðila á Kýpu og eigi þar tvö félög sem haldi utan um útgerði félagsins í Afríku. Þá kemur fram að Björgólfur Thor Björgólfsson hafi verið með tvö félög skráð á Kýpur. Annað þeirra er Bell Global auk þess sem bjórverksmiðjan Bravo var stofnuð á grunni eignarhaldsfélaga sem þar voru skráð. Þá bendir blaðið á að talið sé að hluti af 656 milljóna króna hagnaði fjórmenninganna sem ákærðir eru í Aserta-málinu svokallaða hafi runnið til félags þeirra á Kýpur.