Íslenskir leigusalar sem nota síðuna Airbnb eru með þeim gestrisnustu í heiminum, ef marka má einkunnagjafir notenda í lok hverrar dvalar. Aðeins fimm aðrar þjóðir standa Íslendingum framar. Þetta kemur fram í frétt Túrista .is.

Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um áður eru nú hér á landi um það bil 4.000 gistirými til boða gegnum Airbnb-þjónustuna. Gestum fyrirtækisins fjölgaði þá um 156% milli ára á Íslandi.

Listi gestrisnustu landanna er hér að neðan, þar sem Nýja-Sjáland er í fyrsta sæti og Danmörk í því tíunda.

  1. Nýja Sjáland
  2. Serbía
  3. Noregur
  4. Svíþjóð
  5. Bandaríkin
  6. Ísland
  7. Írland
  8. Kanada
  9. Finnland
  10. Danmörk