Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri LÍÚ.
Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri LÍÚ.
© BIG (VB MYND/BIG)

Gangi Íslendingar inn í samkomulagið sem Evrópusambandið, Norðmenn og Færeyingar gerðu um makrílinn fyrr á árinu án aðkomu Íslendinga fá þeir jafn mikinn makrílkvóta í sinn hlut og ef þeir hefðu verið aðilar að samkomulaginu.  Þetta sagði Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ, í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun.

Það vakti mikla athygli þegar Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar sömdu um makrílinn eftir að Íslendingar voru nýgengnir frá samningaborðinu og viðræðum um fjórhliða samkomulag hafði verið slitið. Í samkomulaginu var gengið út frá því að Íslendingar gætu komið að því á seinni stigum.

Íslenska samninganefndin hefur hingað til haldið því fram að samkomulagið sem gert var hafi falið í sér meiri heildarafla en ráðgjöf hafði kveðið á um. Kolbeinn segir að sú staðreynd að 11,9%, sem sé jafn mikið og þeir fóru fram á í samningaviðræðunum, bendi til þess að það hafi verið krafan um sjálfbærar veiðar sem hafi komið í veg fyrir að samkomulagið hafi verið gert með aðkomu Íslendinga.