Amazon Prime Video hefur nú opnað aðgengi að efnisveitu sinni fyrir Íslendingum. Þetta kemur fram á vef fyrirtækisins þar sem birtur er listi yfir þau 200 lönd sem að Amazon Prime Video opnar nú.

Hægt er að horfa á þætti á borð við; The Grand Tour, sem að fyrrum þáttastjórnendur Top Gear framleiða, The Man in the High Castle, sem hefur unnið til fjölda vinninga og Mozart in the Jungle, sem vann til Golden Globe verðlauna.

Íslendingar greiða 2,99 evrur fyrir þjónustuna á mánuði eða því sem nemur um það bil 350 íslenskum krónum. Áskriftarverðið helst í 2,99 evrum í hálft ár, þangað til að það hækkar í 5,99 evrur á mánuði eða því sem jafngildir 715 krónum eftir það.