Sala hefst á miðum í EuroJackpot-lottóinu hér á landi á sunnudag og munu landsmenn reyna fyrir sér við útdrátt í lottóinu 1. febrúar næstkomandi. Þetta er stærsta lottó í heimi en fyrsti vinningur nemur numið allt að 90 milljónum evra, jafnvirði um 15 milljarða íslenskra króna.

Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að unnið hafi verið að undirbúningi lottósins frá árinu 2007. Það fór af stað í átta löndum Evrópu í mars og fyrra.

Úrdráttur í lottóinu fer fram í Finnlandi á hverjum föstudegi og eru vinningsflokkarnir tólf. Spilaðar eru fimm aðaltölur á bilinu 1-50 og tvær stjörnutölur á bilinu 1-8. Nauðsynlegt er að hafa allar aðaltölur og báðar stjörnutölur réttar til að hljóta 1. vinning.

Ásamt Íslandi bætast nú í hópinn Noregur, Svíþjóð, Lettland, Litháen og Króatía. Stefán segir ennfremur  vinningslíkurnar í þessu lottói minni en í íslenska Lottóinu og Víkingalottóinu.