Heimsaflinn var 95 milljónir tonna árið 2004 og jókst um 4,8 milljónir frá árinu 2003. Kyrrahafið gaf mestan afla og stærsta einstaka fisktegundin var Perúansjósa. Kínverjar veiddu mest allra þjóða árið 2004 en Íslendingar voru í 13. sæti heimslistans, í öðru sæti fiskveiðiþjóða á Norðaustur-Atlantshafi og í 11. sæti veiðiþjóða á Norðvestur-Atlantshafi, segir í Hagtíðindum Hagstofunnar sem kom út í gær.