íslendingar segjast almennt hafa jákvætt viðhorf til Frans páfa, en 56% Íslendinga segist hafa annað hvort frekar jákvætt (40%) eða mjög jákvætt (16%) viðhorf til hans. Einungis 7% segjast hafa frekar neikvæða (4%) eða mjög neikvæða (3%) afstöðu til hans. Þetta kemur fram í nýrri alþjóðlegri könnun Gallup.

Viðhorf til Frans páfa er jákvæðust meðal íbúa Suður-Ameríku, en 77% íbúa álfunnar hafa jákvæð viðhorf til páfans. Í Norður-Ameríku hafa 63% íbúa jákvæð viðhorf og hlutfallið er 62% innan landa Evrópusambandsins.

Portugal er sú þjóð sem hefur jákvæðasta viðhorfið til páfans, en 94% íbúa hefur jákvætt viðhorf til hans. Í Filippseyjum er hlutfallið  93%, í Argentínu er það 89% og í Ítalíu 86%.