Íslenskir fjárfestar undir forystu Jónasar Tryggvasonar hafa fest kaup á apótekarakeðjunni Salve í Úkraínu. Samkvæmt tilkynningu frá MP Fjárfestingabanka, sem hafði milligöngu um viðskiptin, er um að ræða keðju 20 apóteka í Vestur-Úkraínu.

Í tilkynningunni kemur einnig fram að Jónas Tryggvason segir markmiðið með kaupunum á Salve vera að ná fótfestu á markaðnum. Aðstæður í Úkraínu feli í sér mikil tækifæri fyrir smásölufyrirtæki og að Salve muni vaxa með samruna við aðrar keðjur, kaup á einstökum apótekum og opnun nýrra.