Hópur íslenskra fjárfesta hefur samþykkt að kaupa dönsku raftækjakeðjuna Merlin, segir í tilkynningu. Kaupverið hefur ekki verið gefið upp.

Hópurinn samanstendur á fjárfestingafélaginu Árdeigi, Mileston og Baugi Group.

Í tilkynningunni segir að hópurinn telur að Merlin, sem rekur 48 verslanir, búi yfir miklum möguleikum sem hægt sé að leysa úr læðingi með markvissri rekstrarstefnu. ?Stefnan er að blása lífi í Merlin-merkið og auka fjárfestingu í verslununum."

?Það hefur verið ljóst um nokkurt skeið að FDB er ekki rétti eigandinn fyrir Merlin,? segir framkvæmdastjóri FDB, Paul Mollerup. ?Það leikur enginn vafi á því að til að fullnýta möguleika keðjunnar á markaði þar sem sterk samkeppni ríkir þarf kunnáttu í verslanarekstri og við teljum að fyrirtækið sé nú í góðum höndum.

Við höfum verið að leita að alvörukaupanda í nokkurn tíma og erum mjög ánægð með að hafa fundið kaupendur sem hafa mikla reynslu af verslanarekstri á sama sviði og hafa hug á að efla verslanirnar og skapa starfsfólkinu betri framtíðarmöguleika.?

Sverrir Berg Steinarsson, eigandi Árdegis, telur að fyrirtækið hafi burði til að laða að fleiri viðskiptavini með því að bæta verslanirnar og hækka þjónustustigið. ?Við vitum hvað þarf til að snúa við rekstri fyrirtækja. Það er ekki tekið út með sældinni, en með jákvæðu hugarfari, góðum aðferðum og sameiginlegu átaki allra sem að málinu koma er það hægt.?

Fjárfestahópurinn hefur ekki í hyggju að loka verslunum eða segja upp starfsfólki. Þvert á móti er ætlunin að hjálpa fyrirtækinu að vaxa og því er stefnan sú að draga úr kostnaði með breyttum flutninga- og dreifikerfum og aukinni skilvirkni í rekstri. ? ?Við hlökkum til að takast á við þetta verkefni ? og við erum þess fullviss að starfsmennirnir munu ekki láta sitt eftir liggja.?