BG Partners, félag í eigu B2B (eignarhaldsfélag Birgirs Þórs Bieltvedt) og Guðmundar Þórðarsonar, hefur gengið frá kaupum á 50% hlutafjár í Metropol, sem er verðlaunað fyrirtæki í hönnun, framleiðslu, heildsölu og smásölu á tískufatnaði. Hin 50% eru í eigu Tommy Hyldahl, stofnaanda og framkvæmdastjóra félagsins, að því er segir í fréttatilkynningu.

BG Partners á einnig helmingshlut í Property Group, sem ráðgjafarfyrirtæki á fasteignamarkaði. Fyrirtækjaráðgjöf Straums fjárfestingarbanka í Danmörku veitti BG Partners ráðgjöf við kaupin og kom að fjármögnun verkefnisins. En Guðmundur er fyrrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Straums og fjárfestingabankinn á 4,9% hlut í Property Group.

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .