Velta íslenskrar netverslunar var um 3,5 milljarðar króna árið 2013 sem nemur um 1% af smásöluveltu á Íslandi það árið. Áætlað er að Íslendingar hafi keypt vörur frá erlendum netverslunum fyrir svipaða fjárhæð, eða um 3,5 milljarða króna. Gera það samtals sjö milljarða króna.

Þetta kemur fram í niðurstöðum skýrslunnar Íslensk netverslun - greining á stöðu og framtíðarhorfum sem Rannsóknarsetur verslunarinnar á Bifröst tók saman. Kynning á skýrslunni stendur nú yfir á Hilton Nordice í Reykjavík.

Í skýrslunni kemur einnig fram að vöxtur í íslenskri netverslun sé álíka mikill hér á landi og í nágrannalöndunum eða um 15%.

Hins vegar er talið að önnur ástæðan fyrir minna umfangi íslenskrar netverslunar hér á landi sé að markaðurinn sé lítill sem geri verslunum erfitt um vik að bjóða vöruverð samkeppnishæft við erlendar stórverslanir. Hin ástæðan, sem verslunareigendur nefna, er sú nálægð sem flestir landsmenn hafa við hefðbundnar verslanir.

Skýrsluna má lesa hér .