Tölvuleikurinn vinsæli, Grand Theft Auto 5, hefur selt í kringum níu þúsund eintökum, samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Þór Jóelssyni, vörustjóra tölvuleikja, hjá Senu.

Leikurinn er seldur í verslunum víða um land og er meðalverðið á honum 11.999 krónur. Það lætur því nærri að tekjur vegan sölu á leiknum hér á Íslandi séu um 108 milljónir króna. Leikurinn kom út þann 17. Sepember síðastliðinn en var seldur í forsölu kvöldið áður. Ólafur segir að það kvöld hafi um 3000 eintök selst.

Leikurinn nýtur vinsælda víðar en á Íslandi, en talið er að 13 milljónir eintaka af leiknum hafi selst á heimsvísu fyrsta sólarhringinn eftir að hann kom út.

Nánar er fjallað um málið Í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Samstæða móðurfélags Lyfja og heilsu skuldar alls 4,6 milljarða?
  • Fasteignafélagið Þórsgarður reisir heilsársbústaði í Skagafirði
  • Fasteignafélög í eigu bankanna hafa aukist mjög í virði frá yfirtöku
  • FME skoðar fjárfesta í útboðum TM og VÍS
  • Störukeppni stjórnvalda og kröfuhafa dregst á langinn
  • Eigendur Worl Class keyptu húsnæðið í Laugardalnum aftur til baka
  • Mörg fyrirtæki eru enn alltof skuldug þrátt fyrir afskriftir
  • Þrotabúum verður haldið gangandi út næsta ár
  • Veigar Páll Gunnarsson knattspyrnumaður fær mikla athygli í Noregi
  • Við fjöllum um lettneska efnahagshrunið
  • Oddur Steinarsson heilsugæslulæknir er í ítarlegu viðtali um einkarekna heilsugæslustöð í Svíþjóð
  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn yfirgefur landið eftir fimm ára dvöl
  • Veiðiþjófar fá ekki háar sektir
  • Mál Leifs Breiðfjörð á sér margar erlendar hliðstæður
  • Við rýnum í fjárlagafrumvarpið
  • Nærmynd af Ingibjörgu Ólöfu Vilhjálmsdóttur, nýjum stjórnarformanni Íbúðalánasjóðs
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um vitleysuna í kvikmyndagerðarfólki
  • Óðinn skrifar um fjárlög, RÚV og Landspítalann
  • Þá eru í blaðinu pistlar og margt, margt fleira