Alþjóðleg samtök höfundarréttar á hljóðverkum (IFPI) hafa lagt fram kærur á hendur átta þúsund aðilum vegna ólöglegrar dreifingar tónlistar á netinu, segir í frétt Dow Jones.

Kærurnar eru hluti af herferð plötufyrirtækja til að stemma stigu við stuldi á hljóðverkum sem vernduð eru með höfundarrétti. Kærunum er beint til þeirra sem hafa hlaðið upp hundruða til þúsunda laga á netið með svokölluðum ?peer-to-peer" forritum á borð við BitTorrent, eDonkey, Gnutella og Limewire.

Kærurnar verða birtar einstaklingum í 17 löndum og er Ísland þar á meðal, segir í tilkynningu IFPI.