EES-ríkin, þar á meðal Ísland, samþykkti í dag að lána Rúmenum 306 milljónir evra, jafnvirði jafnvirði 51 milljarðs króna. Lánið er veitt til fjölmargra mála, að mestu til uppbyggingar í orkugeiranum þar sem áhersla verður á endurnýjanlega orkugjafa. Skrifað var undir samning þessa efnis í Búkarest í dag.

Lánveiting EES-ríkjanna var upphaflega samþykkt árið 2010, að því er fram kemur í netmiðlinum Romania-insider.

Þar segir ennfremur að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem EES-ríkin lána til Rúmeníu. Löndin gerðu það á árunum 2004 til 2009.

Rúmenía er eitt af fátækari ríkjunum Evrópu en sömuleiðis eitt þeirra fjölmennustu.