Gengið hefur verið frá nýju samkomulagi um veiðar á norsk - íslensku síldini fyrir árið 2008 á fundi strandríkjanna sem nú fer fram í London.  Á heimasíðu LÍÚ segir að samkvæmt samkomulaginu verði heildarkvótinn 1.518.000 tonn, en í hlut Íslands koma 220.000 tonn.

Niðurstaðan um heildarafla byggir á stofnmati Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) og langtíma nýtingarstefnu sem strandríkin gerðu samkomulag um árið 1999. Norsk-íslenski síldarstofninn er í góðu ástandi og er áætlað að stærð hrygningarstofns sé um 12 milljónir tonna. Rannsóknir á stofninum benda til þess að nýliðun sé góð og ekki er annað að sjá en að stofninn haldist sterkur næstu ár samkvæmt því sem segir á heimasíðu LÍÚ.

Á þeim árum þegar mest var veitt úr norsk-íslensa síldarstofninum á 6. og 7. áratug síðustu aldar var heildaraflinn iðulega á bilinu 1 – 1 ½ milljón tonna en fór hæst í rétt tæplega 2 milljónir tonna. árið 1966.