*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 9. september 2013 09:41

Íslendingar níunda hamingjusamasta þjóð í heimi

Ísland er i níunda sæti yfir hamingjusömustu þjóð í heimi

Ritstjórn
Fólk í Kringlunni.
Haraldur Guðjónsson

Ísland er í níunda sæti yfir hamingjusömustu þjóðir í heimi, samkvæmt lista sem Columbia háskólinn birti í dag. Norðurlöndin eru ofarlega á listanum, samkvæmt frásögn CNN af listanum. 

Hamingjusömustu þjóðirnar eru Danmörk, Noregur, Sviss, Holland og Svíþjóð. Aftur á móti er mesta óhamingjan í Rúanda, Búrúndi, Mið-Afríkulýðveldið, Benín og Tógó.

Umræddur listi er byggður á könnunum sem gerðar voru á árunum 2010 til 2012. 

Stikkorð: Hamingja