*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 18. nóvember 2013 17:22

Íslendingar nota reiðufé í afar litlum mæli

Langflestir nota greiðslukort í dag samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunar Capacent.

Jón Aðalsteinn Bergsvein
Nordic photos

Íslendingar nota reiðufé einu sinni til þrisvar sinnum í mánuði og þá oftast til að borga í stöðumæli, samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunar Capacent. Í könnuninni var kannað hvað Íslendingum finnst um reiðufé, hversu oft þeir nota reiðufé og til kaupa á hverju. Ása Karín Hólm hjá Capacent kynnir könnunina og niðurstöðurnar frekar á ráðstefnu Landsbankans í fyrramálið undir yfirskriftinni Er framtíðin án reiðufjár? Þar munu sérfræðingar úr ýmsum áttum ræða um þróun greiðslumiðlunar og framtíðarhlutverk reiðufjár hér á landi. 

Í könnuninni var m.a. spurt hversu oft fólk greiði að jafnaði fyrir vörur eða þjónustu með reiðufé og hversu oft með greiðslukorti. Aðeins 6,9% þátttakenda í könnuninni sagðist greiða fyrir vörur og þjónustu einu sinni eða oftar á dag með reiðufé en 33% þátttakenda gerðu það með greðslukorti. 

Þá kemur fram í niðurstöðum viðhorfskönnunarinnar að fólk notar oftast reiðufé þegar það greiðir í stöðumæli, gefur gjafir, þegar fólk fær annan til að sinna erindum fyrir sig eða þegar börnin fá vasapening. 

Könnunin var gerð dagana 3. til 11. nóvember síðastliðinn á Netinu. Úrtakið var 1.473 á landinu öllu 18 ára og eldri. Svarhlutfallið var 60.8%.

Nánar um ráðstefnu Landsbankans