*

föstudagur, 24. janúar 2020
Innlent 5. nóvember 2018 11:03

Íslendingar nú yfir 355 þúsund

Landsmönnum fjölgaði um 2.560 á þriðja ársfjórðungi með komu yfir 3.600 erlendra ríkisborgara. Þeir eru nú yfir 12% íbúa.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Íbúar Íslands eru nú 355.620 samkvæmt þjóðskrá að því er Hagstofan greinir frá, en fjölgunin nam 0,7% eða 2.560 á þriðja ársfjórðungi. Þar af búa 227 þúsund á höfuðborgarsvæðinu en utan höfuðborgarsvæðisins búa 185.590 manns.

Næstum 10 þúsund fleiri karlmenn búa á landinu en konur, eða 182.040 karlar á móti 173.580 konur. Í júlí til og með september fæddust 1.180 börn en 500 einstaklingar létust, svo náttúruleg fjölgun er um 680 einstaklinga. Á sama tíma fluttu 1.890 fleiri einstaklingar til landsins heldur en fluttu frá því, þar af fluttu þó 280 fleiri með íslenskt ríkisfang en til þess.

Flestir Íslendinganna fluttu til Danmerkur eða 500 en ásamt með Noregi og Svíþjóð fluttu til þessara norðurlanda 930 af 1.280 Íslenskum ríkisborgurum sem fluttu út.

Flestir aðfluttir Íslendingar komu einnig frá þessum löndum, það er 280 frá Danmörku, 230 frá Noregi og 190 frá Svíþjóð, eða samtals 700 af 1.000 íslenskum ríkisborgurum sem fluttu aftur til landsins.

Á sama tíma fluttu 2.170 fleiri til landsins en til þess af þeim sem ekki hafa íslenskt ríkisfang. Í heildina fluttu 3.610 erlendir ríkisborgarar til landsins, þar af 1.140 frá Póllandi. Næst flestir komu frá Litháen, eða 330 en í lok ársins bjuggu 43.430 erlendir ríkisborgarar á Íslandi sem gerir 12,2% afheildarmannfjöldanum.