Codland er nýtt fyrirtæki með höfuðstöðvar í Grindavík og mun sérhæfa sig í fullnýtingu fisktengdra afurða. Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans, sem er samstarfsverkefni margra fyrirtækja í haftengdri starfsemi, segir hugmyndina í  raun ennþá vera á teikniborðinu en stefnan sé að útvíkka starfsemina við fullvinnslu. Codland sé einnig hugsað sem  þekkingarsetur um þorskinn fyrir allt landið en áhugi hefur verið frá nágrannaþjóðum að efla fullvinnslu sem er verulega  ábótavant.

Þór segir nýtingu á lönduðum afla hér á Íslandi vera 95% sem er mun meira en hjá mörgum þjóðum í kringum okkur. „Við höfum  reiknað það út að 300.000 tonn af þorski er ónýttur á Norður-Atlantshafi hjá stærstu fiskveiðiþjóðum þar sem nýtingin er í kringum 43-50% og við Íslendingar erum því í algjörri sérstöðu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.