Danir eru frjálslyndastir hvað varðar töku veikindaleyfis, en Finnar og Íslendingar eru íhaldsamastir. Flestir voru þeirrar skoðunar að í lagi væri að vera heima ef maður væri með kvef og hita, eða 21 prósent aðspurðra. Verst þótti að vera heima vegna "timburmanna" og mikillar drykkju. En þjóðirnar líta þó fjarveru vegna drykkju mismunandi augum. 86 prósent Norðmanna töldu ekki að fólk ætti að taka veikindadag vegna timburmanna, en einungis 71 prósent Finna voru á sömu skoðun.

Í nýjasta tölublaði Atvinnulífs á Norðurlöndum er fjallað um rannsóknina út frá ólíkum sjónarmiðum. Þar kemur fram að skoðanir á veikindafjarvistum eru mjög mismunandi milli Norðurlandanna.