Í hið minnsta 12 eru látnir og fleiri er saknað eftir snjóflóð sem féll skammt frá grunnbúðum Everest fjalls í nótt. Þetta er mannskæðasta slys í sögu fjallaferða á fjallinu. Samkvæmt frétt mbl.is eru þau Vilborg Arna Gissuradóttir og Ingólfur Axelsson sem dvelja um þessar mundir við grunnbúðirnar heil á húfi.

Snjóflóðið féll rétt fyrir ofan grunnbúðir í 5.800 metra hæð en fjallið sjálft er 8.848 metra hátt. Þeir sem hafa verið staðfestir látnir eru allir nepalskir leiðsögumenn. Mannskæðasta slys fjallsins framt til þessa var árið 1996, en þar létust átta manns.