Eins og áður hefur komið fram í frétt á vef Viðskiptablaðsins , hvetur raftækjaframleiðandinn eigendur Samsung Galaxy Note 7 símanna að slökkva á símunum sínum. Samsung hefur einnig ákveðið að taka símana úr sölu.

Í frétt Ríkisútvarpsins um málið er tekið fram að fjölmargir Íslendingar hafi keypt símann í forsölu hér á landi. Haft eftir Birni Bjarnarssyni, markaðsstjóra Tæknivara, sem er umboðsaðili Samsung á Íslandi að einungis örfáir hafi hingað til viljað fá endurgreitt.

Einnig kemur fram að síminn verði ekki afhentur eða seldur hér á landi fyrr en rannsókn málsins sé lokið, sem kveður á um hvað veldur þessum stórhættulega galla.

Viðskiptablaðið hafði áður fjallað um síma sem að sprakk um borð í farþegaflugvél og einnig hefur maður vaknað í reykfylltu herbergi.