Hlutfall snjallsíma á farsímamarkaði hefur aukist um 10 prósentustig á síðastliðnum 16 mánuðum og eiga nú 87% Íslendinga snjallsíma, meðan 76,9% áttu snjallsíma í febrúar 2015.

Bændur og sjómenn halda tryggð við hefðbundna síma

Meðal 49 ára og yngri eiga 96% Íslendinga snjallsíma, og áttu allir námsmenn sem svöruðu nýrri könnun MMR snjallsíma. Hins vegar halda bændur og sjómenn meiri tryggð við hefðbundnari farsíma.

Aðeins 57% bænda og sjómanna sögðust eiga snjallsíma. 74% þeirra sem voru á aldrinum 50-67 ára og 58% þeirra sem eru 68% og eldri eiga snjallsíma.

Milljón á mánuði eykur líkur á snjallsímaeign

Jafnframt hafa tekjur áhrif á snjallsímaeign eins og gefur að skilja og eru 97% þeirra sem eru með milljón eða meira í tekjur á mánuði áttu snjallsíma, en meðal þeirra sem eru með á milli 400-599 þúsund krónur í heimilistekjur eiga 77% snjallsíma.

Könnun MMR var framkvæmd daga 27. júní til 4. júlí og var heildarfjöldi svarenda 924 einstaklingar, 18 ára og eldri.