*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 27. mars 2018 18:35

Íslendingar sólgnir í hús á Spáni

Síðan gjaldeyrishöftin voru afnumin hefur eftirspurn eftir húsnæði á Spáni tekið mikinn kipp.

Ísak Einar Rúnarsson
Framfærslukostnaður á Spáni er miklu lægri en á Íslandi að sögn Burkna.
epa

Íslendingar hafa verið sólgnir í íbúðir á Spáni undanfarið ár en afnám gjaldeyrishafta markaði ákveðin þáttaskil að sögn tveggja fasteignasala sem miðla íbúðum ytra. Búist er við því að eftirspurnin verði áfram góð á þessu ári. Mikil deyfð var yfir markaðnum frá hruni og nær allt þar til ársins 2016 þegar hann fór fyrst að hreyfast aftur.

Að sögn fasteignasala geta verið ýmsar ástæður fyrir því að fólk kaupir sér eign á Spáni. Margir eru að bæta við sig en aðrir að flytja út eða búa þar stóran hluta ársins. Oft er um eldri borgara að ræða sem eru að minnka við sig heima og bæta við húsi á Spáni, ekki síst vegna veðurfarsins.

Steina Jónsdóttir, markaðsstjóri Íslandsdeildar fasteignasölunnar Medland, segir að flestir viðskiptavinir þeirra séu að bæta við sig eign. „Þetta er mest fólk sem er að bæta við sig. Við erum með sárafáa sem eru að kaupa til þess að flytja,“ segir hún en Íslandsdeild fasteignasölunnar seldi fyrir um 8 milljónir evra á síðasta ári sem jafngildir tæplega milljarði króna á gengi dagsins í dag.

Medland er með töluvert úrval fasteigna. Ásett verð á ódýrustu eigninni til sölu er tæplega 11 milljónir króna en ásett verð á hinni dýrustu er rúmlega 208 milljónir króna. Steina segir þó að vinsælustu eignirnar séu annars vegar um 100 fermetra íbúðir og hins vegar 120-130 fermetra einbýlishús.

Miklu lægri framfærslukostnaður

Burkni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri fasteignasölunnar Spánarhúsa.is, segir að lægri framfærslukostnaður hafi oft áhrif á ákvörðun fólks um að kaupa fasteign á Spáni. „Framfærslukostnaðurinn úti er svona um fjórðungur til þriðjungur af því sem hann er heima á Íslandi. Þannig að fólk getur lifað sómasamlegu lífi á ellilífeyrisgreiðslum. Sömuleiðis er flugið orðið miklu betra bæði hvað varðar verð og fjölda flugfélaga,“ segir Burkni

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér. Meðal annars efnis í blaðinu er:

 • Rýnt er í þjóðhagsleg áhrif af því ef annað stóru flugfélögunum félli
 • Gagnaver kaupa raforku fyrir 4 milljarða
 • Ísland er 3-4. söluhæsta landið hjá fataversluninni H&M
 • Meirihluti hagnaðar Iceland Seafood kemur til vegna starfsemi erlendis
 • Umfjöllun um viðskiptastríð í startholunum
 • Þriðji orkupakki ESB felur ekki í sér framsal á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði
 • Ítarlegt viðtal við Guðrúnu Björnsdóttur, framkvæmdastjóra Félagsstofnunar stúdenta, á 50 ára starfsafmæli stofnunarinnar
 • KPMG býður upp á stefnumótaþjónustu fyrir banka og fjártæknifélög
 • Umfjöllun um bíl ársins að mati bílablaðamanna
 • Viðtal við Einar Einarsson, nýjan rekstrarstjóra MS
 • Óðinn er á sínum stað og fjallar um misráðinn viðskiptahernað Trumps
 • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um svartnætti Bjartrar framtíðar
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is