*

laugardagur, 8. ágúst 2020
Innlent 12. febrúar 2014 13:50

Íslendingar stjórnast af eiginhagsmunasemi

Formaður Viðskiptaráðs segir Íslendinga vilja aðeins opna leið fyrir fjárfesta aðra leiðina.

Jón Aðalsteinn Bergsvein
Aðsend mynd

Afstaða Íslendinga til alþjóðaviðskipta hefur í gegnum tíðina markast í alltof miklum mæli af eigin hagsmunum, að sögn Hreggviðs Jónssonar, formanns Viðskiptaráðs, sem var endurkjörinn formaðurViðskiptaráðs á fundi þess í morgun.

Í opnunarerindi sínu á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs í dag kom hann inn á gjaldeyrishöft hér á landi og viðhorf til erlendra fjárfesta. Íslendingar vilji eiga greiðan aðgang að erlendum mörkuðum. Á sama tíma sé takmarkaður áhugi á því að opna leiðir í báðar átti og afnema gjaldeyrishöft.

„Útlendingar mega fjárfesta og reka starfsemi á Íslandi, en það verður að vera í þeim atvinnugreinum og sviðum sem okkur hentar. Ennfremur má sú samkeppni sem alþjóðavæðing skapar alls ekki vega að innlendri starfsemi og arðsemi erlendra fjárfesta á helst að vera takmörkuð. Á sviði íþróttanna væri þessi afstaða ekki talin vera það sem kallar er „Fair Play“ og því þurfum við að breyta rétt. Íslenskir stjórnmálamenn þurfa að sýna pólitískt þor til að opna hagkerfið og atvinnulífið á að hvetja til erlendrar samkeppni á sem flestum sviðum. Við eigum ekki að óttast breytingar, heldur fagna þeim“ sagði Hreggviður.