Íslendingar eru nú orðnir einn þriðji íbúa í norska smáþorpinu Kongsfjord nyrst í Norður-Noregi.

Fiskifréttir hafa upp úr norska vefmiðlinum Kystogfjord.no að margir íbúar hafi flust frá bænum síðustu árin. Á móti hafi átta til níu íslenskir sjómenn flust þangað og tekið á leigu fiskverkunarhús sem staðið hafi ónotað.

Vefmiðillinn, sem segir Íslendinga vera að hertaka Kongsfjord, hefur eftir Erlingi Eiríkssyni, einn af hinum nýfluttu bæjarbúum, að hátt kvótaverð hér og efnahagskreppan valdi því að þeir hafi leitað yfir hafið. Ekki sé þó ákveðið hvort þeim muni setjast að í Kongsfjord með fjölskyldum sínum til frambúðar.

Í bænum eru 60 hús en aðeins 35 manns með fasta búsetu.

Hér má skoða myndband frá Kongsfjord í Noregi.