Hluthafar í danska fasteigna- og þróunarfélaginu Sjælsø Gruppen hafa horft upp á gengi bréfa félagsins svo að segja í frjálsu falli að undanförnu en það hefur lækkað um 42% á aðeins rétt rúmum tveimur mánuðum.

Björgólfsfeðgar, Straumur- Burðarás og Birgir Þór Bieldtvedt eru meðal stærstu hluthafa í danska þróunar- og fasteignafélaginu Sjælsø Gruppen í Danmörku.

Ástæðan er einföld: snögg og mikil kólnun á dönskum íbúðamarkaði. Mjög illa gengur orðið að selja íbúðarhúnæði og flestir spá því að íbúðaverð, að minnsta kosti á Kaupmannahafnarsvæðinu, muni lækka í ár. Erfiðleikarnir koma m.a. fram í því að Sjælsø hefur í tvígang fært niður áætlanir sínar um hagnað félagsins í fyrra, nú síðast rétt eftir áramótin eða samtals um meira en tvo milljarða íslenskra króna.

Nánar er fjallað um þetta mál á forsíðu Viðskiptablaðsins á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið nú þegar á pdf formi hér á vb.is. Þeir sem ekki hafa slíkan aðgangt geta sent tölvupóst á [email protected] og látið opna fyrir aðgang.