Samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár voru landsmenn 319.756 hinn 1. desember síðastliðinn samanborið við 312.872 ári áður. Þetta jafngildir því að íbúum hafi fjölgað um 2,2% á einu ári.

Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands en þar segir að undanfarin fjögur ár hefur fólksfjölgun verið óvenju mikil hér á landi.

Þá kemur fram að það sem af er öldinni varð fólksfjölgun mest á árinu 2006 en það ár fjölgaði landsmönnum um 2,6%. Hvort sem litið er til annarra þjóða eða til fyrri tímabila hér á landi er þetta afar mikil fólksfjölgun.

Jafnmikil fólksfjölgun hefur ekki orðið hér á landi síðan um miðbik sjöunda áratugs 20. aldar og í engu öðru Evrópulandi er fólksfjölgun jafnmikil og hér.

Sjá nánar vef Hagstofunnar.