Íslendingum fjölgaði um 1.040 á fyrstu þremur mánuðum ársins og bjuggu því 322.930 manns hér á landi í lok mars, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Karlarnir voru 161.960 en konurnar 160.970. Erlendir ríkisborgarar voru 21.910 og á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 206.650 manns.

Á tímabilinu fæddust 1.040 börn en 550 einstaklingar létust á sama tíma.