Þann 1. janúar sl. voru Íslendingar 332.529 samkvæmt tölum hagstofunnar. Fjölgunin milil ára man 3.429, eða sem jafngildir um 1% fjölgun.

Hlutfallslega var fólkfjölgunin mest á Suðurnesjum þar sem fjölgaði um 2,2%, eða 483, milli ára. Á höfuðborgarsvæðinu voru íbúar 2.333 fleiri í byrjun árs 2016 en ári fyrr, en það jafngildir 1,1% hækkun.

Fólki fjölgaði einnig á Suðurlandi, um 445 einstaklinga (1,8%), og um 200 (1,2%) á Vesturlandi. Minni fólksfjölgun var á Norðurland eystra (0,3%). Fólksfækkun var á þremur landsvæðum, á Vestfjörðum þar sem fækkaði um 87 manns (1,2%), á Austurlandi þar sem fækkaði um 44 (0,3%) og á Norðurlandi vestra þar sem fækkaði um tvo (0,1%).

Alls eru 74 sveitarfélög á landinu. Sex þeirra eru með íbúafjölda undir 100 og 41 þeirra er með íbúafjölda undir 1.000. Einungis níu sveitarfélög eru með íbúafjölda sem er yfir 5.000.