Við vorum bara að taka við,“ segir Reynir Jóhannesson stjórnmálafræðingur í samtali við Viðskiptablaðið en Reynir hefur verið ráðinn pólitískur ráðgjafi nýs samgöngumálaráðherra Noregs, Ketils Solvik-Olsen.

Reynir hafði unnið fyrir þingflokk Framfaraflokksins í um þrjú ár en eftir kosningabaráttuna var hann ráðinn til almannatengslafyrirtækisins Nucleus í Noregi.

„Ég náði að vera í einkageiranum í 14 daga. Svo var hringt í mig og sagt að ég yrði að segja upp vinnunni,“ segir Reynir en að hans sögn var mikill skilningur á þessum snögga viðsnúningi. „Þetta er það sem ég hef allra mestan áhuga á,“ segir Reynir en hann útskrifaðist úr stjórnmálafræði í Háskóla Íslands árið 2008. Reynir hefur áður búið í Noregi og var meðal annars í bæjarstjórn í Sandefjord þegar hann var 18 ára gamall.