Stóraukinn fjöldi ferðamanna til landsins hefur hann knúið áfram athyglisverða nýsköpun á mörgum sviðum. Viðskiptablaðið hefur þegar fjallað um ris deilihagkerfisins þar sem fólki er gefinn vettvangur í krafti internetsins til að samnýta eigur á borð við bifreiðir og húsnæði með öðrum einstaklingum. Það er á þeim grunni sem Rentit.is er reist en starfsemi fyrirtækisins snýst um að veita einstaklingum öruggt færi á að leigja út bíla sína til einstaklinga.

Hugmyndin er hugarfóstur Jóhanns Jóhannssonar og þriggja samstarfsfélaga hans. „Við fórum af stað fyrir tíu dögum síðan en margir hafa spurt mig af hverju við erum að byrja núna þegar ferðamannatímabilið er að klárast. Það er búið að taka mig þrjú ár að búa þetta til, þar sem ég hef séð til þess að þetta sé löglegt og í samvinnu við tryggingarfélög og Samgöngustofu. Þegar það er ekki verið að tjalda til einnar nætur þá skiptir ekki máli hvort þetta sé á miðju ferðamannatímabilinu eða ekki, við búum bara til umhverfi þar sem öruggt er að leigja einkabílinn sinn,“ segir Jóhann.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Meirihluti nýskráðra bifreiða fara til bílaleiga
  • Ný sýning Steingríms Eyfjarðar hefur opnað í Týsgalleríi
  • Spennandi tímar framundan á hlutabréfamarkaði
  • Áherslur við gerð fjárlaga
  • Ólíklegt er að erlend tryggingafélög rifti tryggingasamningum
  • Óþarfi að sækja um undanþágu frá tilskipun um innstæðutryggingar
  • Vinnustaðaheimsókn hjá Tulipop
  • Guðmundur Hafsteinsson frumkvöðull segist í ítarlegu viðtali vinsældir Kísildals ekki vera að dvína
  • Buzzfeed er ekki eins og hver önnur vefsíða
  • Nærmynd af nýjum bæjarstjóra Reykjanesbæjar
  • Kynna þarf ungu fólki réttindi þeirra á vinnumarkaði
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni fjallar um hrunpólitík
  • Þá eru í blaðinu pistlar og margt, margt fleira