Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að ÍE mun hætta öllum sam­skiptum við sóttvarnalækni og land­lækni út af COVID-19 frá og með deginum í dag. Fréttablaðið greinir frá en Kári tjáði sig um málið á Vísi.is fyrr í dag.

Félagið mun afgreiða öll þau sýni sem berast til þeirra á mánudag í næstu viku, eftir það munu þau hætta allri skimun. Kári sagði ÍE reiðubúið að skima skyldi ríkisstjórnin setja á laggirnar Farsóttastofnun Íslands.

„Við erum búin leggja okkar að mörkum og kominn tími til þess að við förum að sinna dag­vinnu okkar og engu öðru. Frá og með deginum í dag 6. júlí munum við hætta öllum sam­skiptum við sótt­varnar­lækni og land­lækni út af SARS-CoV-2. Síðustu sýnin sem við munum af­greiða eru þau sem berast til okkar á mánu­daginn 13. júlí,“ skrifar Kári. Fram kemur í bréfi Kára til ríkisstjórnarinnar að það þurfi að búa til nýtt afl innan íslensks heilbrigðiskerfis, Faraldsfræðistofnun Íslands.

Segir hann að ef svo verði ekki gert lendi þjóðin í miklum vanda og að ÍE fari fram á að ríkisstjórnin gefi út yfirlýsingu á næstu dögum. Ef það verði ekki gert neyðist ÍE til að hætta allri aðkomu að skimum. Hins vegar ef ríkisstjórnin búi til Farsóttastofnun Íslands sé félagið „reiðubúið til þess að aðstoða eftir megni“. Ríkisstjórnin fékk þrjá daga til að svara Kára.

Katrín segir ríkisstjórnina ætla skoða málið

Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra, svaraði Kára þann 4. júlí, en þar segir hún að til­laga Kára verður tekin til skoðunar. Sér­stök stofnun verður sett á fót til að vinna úr til­lögunni.

„Því hefur verið á­kveðið að ráða verk­efna­stjóra undir yfir­stjórn sóttvarnalæknis. Hann fær það verk­efni að greina hvernig megi efla inn­viði heil­brigðis­kerfisins til að takast á við far­aldra fram­tíðarinnar, með hlið­sjón af til­lögu þinni og þeirri reynslu sem við höfum öðlast í glímunni við covid-19. Jafn­framt mun hann að­stoða sóttvarnalækni við að ná sem bestum tökum á yfir­standandi far­aldri í nánu sam­starfi við þig og fyrir­tæki þitt,“ skrifar Katrín.

Kári svara Katrínu á þann veg að nokkuð ljóst sé að málið sé ekki eins brátt á henni og ÍE. Enn fremur segir hann framkomu forsætisráðherrans gagnvart ÍE hafi markast af virðingarleysi. Að lokum segir hann þátttöku ÍE lokið.