*

föstudagur, 28. janúar 2022
Innlent 28. nóvember 2021 16:02

Íslensk fjárfesting tapaði 2 milljörðum

Tveggja milljarða tap Íslenskrar fjárfestingar á árinu 2020 má rekja til eignarhlutar í ferðaskrifstofunni Kilroy.

Ritstjórn
Þórir Kjartansson er framkvæmdastjóri og annar eigenda Íslenskrar fjárfestingar.
Sigurgeir Sigurðsson

Tap Íslenskrar fjárfestingar ehf. nam tæpum 2 milljörðum króna á árinu 2020. Tapið má að mestu leyti rekja til eignarhlutar í ferðaskrifstofunni Kilroy sem lækkaði úr 1,36 milljörðum í 230 milljónir króna á milli ára. Í lok árs 2020 stóðu eignir félagsins í rúmum 4,7 milljörðum króna og lækkuðu um 17% á milli ára. Eigið fé nam 3 milljörðum. Stjórn félagsins hefur lagt til að greiddur verði 135 milljóna króna arður á árinu 2021. Félagið er í jafnri eigu Þóris Kjartanssonar og Arnars Þórissonar.