Greiningardeild Capacent sendi á dögunum frá sér ítarlega skýrslu um íslenskan fjarskiptamarkað þar sem meðal annars kemur fram að Nova sé metið á 14,7 milljarða króna .

Samanburður Capacent á íslensku fjarskiptafélögunum Símanum, Fjarskiptum (Vodafone) og Nova við sambærileg félög í nágrannalöndunum og víða í Evrópu leiðir í ljós að þau íslensku eru lágt metin þegar virði þeirra er sett í samhengi við hagnað, eigið fé og EBIDTA.

Ef litið er á hagnaðartölur eru evrópsk samanburðarfélög metin á 22,6 sinnum hagnað sinn að meðaltali á meðan þau íslensku eru metin á 8 til 13 sinnum hagnað.

Í skýrslu Capacent er þó tekið fram að ekki sé auðvelt að bera saman fjarskiptafélög út frá einstökum kennitölum, heldur þurfi að líta til margra þátta á borð við afkomu, fjáfestingar, afskriftir og bundið fjármagn