Rúmlega helmingur íslenskra fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við Bretland segist ekki finna fyrir neinum breytingum eftir að Bretar gengur úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem unnin var af bresk-íslenska viðskiptaráðinu.

Tæplega 73% aðspurðra sögðust heldur ekki hafa fundið fyrir neinum hindrunum seinustu tólf mánuði en telja hins vegar að ríkisstjórnir beggja landa geti gert meira þegar kemur að tollum.

Chris Barton, viðskiptafulltrúi fyrir Evrópu í breska utanríkisviðskiptaráðuneytinu, sagði á fundi viðskiptaráðsins sem haldinn var í gærmorgun að Bretar töldu viðskipti við Ísland vera afar mikilvæg. Hann sagði einnig að viðskiptasamband Íslands og Bretlands væri samband á heimsmælikvarða.

Morgunfundur bresk-íslenska viðskiptaráðsins var haldinn í Borgartúni í gær.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

„Umhverfið hefur að vísu orðið flóknara þegar kemur að upprunareglum. Margar vörur frá Íslandi enda til að mynda fyrst á meginlandi Evrópu áður en þær eru fara til Bretlands og hefur það áhrif á uppruna vörunnar.“

Hann greindi einnig frá því að aldrei hafa viðskipti Bretlands við Evrópusambandið verið jafn mikil og þau eru núna og eins og hafi útflutningur íslenskra fyrirtækja til Bretlands aukist um 67% milli ára.

„Við viljum minna á að breska ríkisstjórnin er mjög viljug til að aðstoða. Ef fyrirtæki finna fyrir því að einhver reglugerð hamli viðskipti eða ef fyrirtæki þurfa á ráðgjöf að halda þá erum við til staðar til að hjálpa,“ segir Chris.