*

miðvikudagur, 20. október 2021
Innlent 22. apríl 2012 13:17

Íslensk geymslu- og pökkunarþjónusta í Berlín

Boxer Nation pakkar og geymir vörur fyrir íslenska hönnuði og hönnunarfyrirtæki. Íslendingar stjórna fyrirtækinu.

Ritstjórn
Aðrir ljósmyndarar

Boxer Nation er nýtt fyrirtæki í Berlín í Þýskalandi sem býður upp á geymslu- og pökkunarþjónustu. Tinna Pétursdóttir og Ingvi Guðmundsson eru stjórnendur fyrirtækisins sem stofnað var í janúar og á að þjónusta íslensk hönnunarfyrirtæki sem láta framleiða vörur sínar erlendis.

Fyrirtækið hefur yfir að ráða lagerhúsnæði og þar býðst hönnuðum að nýta sér geymslu- og pökkunarþjónustu.

Með þessu sparast fyrirhöfn, flutningskostnaður, tollar og önnur gjöld. Þá hefur Boxer Nation þróað fullkomið lagerstjórnunarkerfi sem er aðgengilegt viðskiptavinum á netinu.

Stikkorð: Boxer Nation